top of page

Terían Brasserie

PEDR8699.jpg

Um okkur

Terían er hlýlegur og smekklegur veitingastaður á einu flottasta horni Akureyrar – á neðstu hæð Hótel Kea, við rómaðar kirkjutröppurnar. Við leggjum áherslu á létta og heiðarlega matargerð þar sem fersk hráefni fá að njóta sín, með innblæstri frá franskri og ítalskri matarmenningu.

Nafnið sækir staðurinn í veitingahús sem þetta sögufrægasta hótel bæjarins rak um árabil í sama rými og eldri sem yngri Akureyringar þekkja vel.

Terían er systurstaður Múlabergs Bistro&Bar, sem er staðsettur á hæðinni fyrir ofan. 
Sama teymi stendur að stöðunum tveimur  en Terían opnaði í júlí 2024 eftir gríðarlegar framkvæmdir og breytingar á húsnæðinu.

Terían býður upp á morgunverðarhlaðborð alla morgna, brunch (e.dögurð) og hádegisverð í hádeginu & létta en klassíska rétti á kvöldin. 

Terían & Múlaberg eru ótrúlega heppin með einstakt og metnaðarfullt  teymi fagmanna sem hlakka til að koma gestum á óvart í mat&drykk á nýjan máta í nýju umhverfi. 

Heimilisfang

Opnunartímar

Hafa samband

Hafnarstræti 87-89
600 Akureyri
Neðsta hæð - Hótel Kea

Alla daga frá 11:30-21:30

MORGUNVERÐUR 

BRÖNS 

HAPPY HOUR 

KVÖLDVERÐUR

  • Twitter
  • Instagram
  • Tripadviser
bottom of page